Vísnakver Jóhannesar úr Kötlum

Höfundar: Jóhannes úr Kötlum, Svanur Jóhannesson

Vísnakver Jóhannesar úr Kötlum samanstendur af lausavísum sem Jóhannes orti við ýmis tækifæri.
Stundum var það í samstarfi við aðra og í nokkrum tilvikum er um að ræða vísur sem aðrir ortu til hans.

Svanur Jóhannesson er sonur Jóhannesar úr Kötlum og hefur í áratugi séð um útgáfu bóka hans og að auki safnað og flokkað efni eftir föður sinn sem aldrei hefur verið gefið út á prenti eða komið fyrir almenningssjónir áður. Sumar vísurnar sem hér birtast í fyrsta sinn eru
landsfrægar.

Samantekt: Svanur Jóhannesson

Upplýsingar

  • Fjöldi síðna: 78 síður
  • Útgefandi: Griffla – forlag (2016)
  • Gerð: Kilja
  • Tungumál: Íslenska