Skilmálar

Griffla áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna mistaka við verðlagningu. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Kaup á vörum sem eru afhentar rafrænt (með hlekk) eru endanleg um leið og greitt hefur verið fyrir vöruna. Slíkar vörur fást ekki endurgreiddar.

Greiðslumáti
Í vefverslun Grifflu er hægt að greiða með greiðslukorti (debet- og kreditkorti). Greiðandi og viðtakandi þarf ekki að vera sá sami. Vara er ekki send fyrr en greiðsla hefur borist. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Einar Svansson DBA Griffla.is og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 412 2600.

Endurgreiðsla og endursending
Ef vara reynist gölluð eða skemmd, að því leyti sem ekki má rekja til flutningsaðila, mun Griffla að vali kaupanda endurgreiða eða senda nýtt eintak vörunnar til kaupanda. Í öllum tilvikum þarf kaupandi að senda Grifflu stafræna ljósmynd sem sýnir galla eða skemmd á vörunni.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Sendingar
Innanlands sendum við vöruna með pósti innan þriggja virkra daga. Við sendum líka pantanir til útlanda en þá lengist afhendingartíminn eftir því til hvaða lands sendingin á að fara.

Rafbækur eru afgreiddar strax að lokinni pöntun og greiðslu. Kaupandinn fær þá sendan tölvupóst með hlekk sem vísar á vöruna. Ef hlekkurinn berst ekki strax gæti hann hafa lent í ruslhólfinu (junkmail/spam-folder) í póstforritinu.

Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Griffla ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send úr vefverslun Grifflu og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Rafbækur og stafrænar vörur
Rafrænar bækur Grifflu eru ekki bundnar með DRM-hugbúnaði (Digital Rights Management) og gerir kaupanda þannig kleift að flytja og afrita bókina óhindrað á milli þeirra tækja sem hann vill nota hana á. Kaupanda er einnig frjálst að færa bókina yfir á önnur lestæki fjölskyldumeðlima innan heimilisins til notkunar og er þá miðað við fimm fjölskyldumeðlimi (Family Licence). Dreifing eða afritun á efni bókarinnar að öðru leyti er með öllu óheimil. Eigandi skrárinnar er ábyrg/ur fyrir því að hún dreifist ekki til annarra. Skráin er ekki ætluð til dreifingar, láns, deilingar eða endursölu. Brjóti kaupandi gegn þessum skilmálum getur það leitt til ákæru vegna brota á höfundalögum nr. 73/1972.  Ekki er hægt að skila rafbók ef búið er að hlaða niður rafrænu eintaki hennar. Niðurhalshlekkurinn sem kaupandi fær er virkur í sjö daga, að þeim tíma liðnum er hann óvirkur og viðskiptum með þá tilteknu vöru lokið.