Þriðja bókin um Vesturfarana. Hörmungar og harðindi leika landið grátt og margir hugsa sér til hreyfings til Vesturálfu.
Aðalpersóna og burðarás þessarar sögu er bóndinn í litlabænum á Illvita, Ófeigur Snorrason Sæmundssonar hins sterka, gulur á hár og skegg og hörundslit, jafnvel með gular glærur í augunum, þunnnefjaður, hökumjór.
Ófeigur þessi er kynlegur fugl, völundur að hagleik, hagyrðingur til sveitarbrúks, hestamaður, vitlaus í brennivín og kvenfólk, höfðingjadjarfur orðhákur, uppreistargjarn í eðli, stór í lund, en lítill búmaður og safnar ekki veraldarauði.
„Ég vil lifa á meðan ég lifi“, segir Ófeigur. „Heimurinn er ekki vanur að dekstra mann, drengur minn, og því hef ég æfinlega lagt í vana minn að nota tækifærið út í æsar, augnablikið er í rauninni það eina líf, hitt er ekki neitt … Það fullkomna varir sjaldan nema örskotsstund, þess vegna getur augnablikið verið heilli eilífð dýrmætara. Fólk biður um lukku, meira að segja ævarandi lukku, það heldur að lukkan standi stöðug, annar eins spólurokkur og heimurinn er. Og þegar svo á að höndla hana grípur það í tómt“.
„Merkilega margbrotin bók … Stórmerkileg bók.“
Egill Helgason / Kiljan
(3,5 / 5)
Upplýsingar
- Fjöldi síðna: 233 síður í prentútgáfu
- Útgefandi: Griffla – forlag (september, 2015)
- Gerð: Rafbók (ePUB og Mobi)
- Tungumál: Íslenska
- ISBN: 978-9979-72-xxx-x
Jóhannes úr Kötlum skrifaði trílógíuna um Vesturfarana um miðbik síðustu aldar. Þær voru gefnar út á árunum 1949–1951, ein bók hvert ár. Aðalpersónan er Ófeigur Snorrason – oft nefndur grallari, bóndi og listasmiður vestur í Dölum. Það sem vekur ekki síst athygli við lestur bókanna er það mikla ríkidæmi tungumálsins sem þær eru ritaðar í, en við nútímafólk virðumst sitja uppi með aðeins þriðjung af þeirri málfarsarfleifð sem hér var við lýði fyrir nokkrum áratugum.
LEIÐBEININGAR
1. Þegar gengið hefur verið frá kaupunum færðu sendar upplýsingar um rafbókina þína og niðurhalshlekk í tölvupósti.
ePUB: iPad & iPhone
1. Opnaðu póstinn þinn á því tæki sem þú ætlar að lesa bókina í og smelltu í hlekkinn. Þegar bókin hefur hlaðist niður er þér gefinn möguleiki á að opna bókina í því forriti sem þú notar til að lesa ePUB-skrár – t.d. iBooks.
mobi fyrir iPad & iPhone
1. Opnaðu póstinn þinn á iPad eða iPhone og smelltu í hlekkinn. Þegar bókin hefur hlaðist niður er þér gefinn möguleiki á að opna bókina í Kindle-forritinu fyrir iOS.
mobi fyrir Kindle
1. Þegar gengið hefur verið frá kaupunum færðu sendar upplýsingar um rafbókina þína og niðurhalshlekk í tölvupósti.
2. Halaðu bókinni niður.
3. Notaðu Send2Kindle frá amazon.com til að senda bókina í þau Kindle-forrit eða tæki sem þú notar.