Laxdæla saga
Laxdæla saga segir frá landnámi Auðar djúpúðgu í Dalasýslu, fólki sem með henni kom, og niðjum þeirra sem margir bjuggu í Laxárdal. Helstu persónur eru Guðrún Ósvífursdóttir og frændurnir Kjartan Ólafsson og Bolli Þorleiksson.
Brennu-Njáls saga
Brennu-Njáls saga er saga Njáls Þorgeirssonar á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og sona hans. Auk þess er hún ævisaga Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur og Gunnars á Hlíðarenda Hámundarsonar og margra fleiri.
Grettis saga
Grettis saga fjallar um Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði. Í sögunni er greint frá uppvexti Grettis, brekum hans og óláni, sem olli því að hann varð útlagi. Endalok Grettis urðu í Drangey í Skagafirði, en þar var hann loks drepinn.
Gísla saga Súrssonar
Sagan greinir frá ósætti og mannvígum; blóðhefnd, frá sjónarmiði hins forna siðar frændseminnar. Vestfirðir og Vesturland, einkum Dýrafjörður, Arnarfjörður og Breiðafjörður, eru megin sögusvið Gísla sögu.
Egils saga
Aðalpersóna sögunnar er Egill Skallagrímsson, höfðingi, vígamaður og skáld. Egils saga er ekki síst þekkt fyrir þann mikla forna skáldskap sem hún hefur að geyma og að sögusviðið er að mestu annars staðar en á Íslandi.