Jóhannes úr Kötlum skrifaði trílógíuna um Vesturfarana um miðbik síðustu aldar. Þær voru gefnar út á árunum 1949–1951, ein bók á hverju ári og fjalla um . Það sem vekur ekki síst athygli við lestur bókanna er ríkidæmi tungumálsins sem þær eru ritaðar í – en við nútímafólk virðumst sitja uppi með aðeins þriðjung af þeirri málfarsarfleifð sem hér var við lýði fyrir nokkrum áratugum.

Kannski er ein af ástæðunum fyrir því að gefa þessar bækur út aftur ekki síst öll þau orð og orðasambönd sem við skiljum ekki í textanum en voru lifandi í íslensku fyrir 70 árum.
Við tölum sífellt um að vernda tungumálið en þær aðhaldsaðgerðir stjórnvalda sem verið hefur beitt síðastliðin 60 ár virðast einungis hafa haft þau áhrif að tungumálið okkar er að deyja.

daudsmannsey

DAUÐSMANNSEY

Ófeigur Snorrason er drykkfelldur hagleikssmiður og kotbóndi sem eyðir tíma sínum við smíðar á eilífðarvélinni sjálfri: perpetuum mobile. Hörmungar og harðindi leika landið grátt og margir  hugsa sér til hreyfings til Vesturálfu.

„Merkilega margbrotin bók … Stórmerkileg bók.“
Egill Helgason / Kiljan

3.5 out of 5 stars (3,5 / 5)

siglingin_mikla

SIGLINGIN MIKLA

Íslendingarnir stíga á skipsfjöl og sigla fyrst til Skotlands. Eilífðarvélinni hefur verið vel pakkað niður í lest. Frelsisálfan bíður handan hafsins með öll sín tækifæri og ríkidæmi.

„Mér finnst þetta vera bók sem maður vill lesa aftur.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan

4.5 out of 5 stars (4,5 / 5)

frelsisalfan

FRELSISÁLFAN

SÍKAKÓ Hér finnst hvorki töðuilmur né eitt dirrindí úr lóu. Markaðshrunið er nýyfirstaðið og atvinnuleysið eykst. Innflytjendur flykkjast til borgarinnar, beint inn í eymdina og volæðið.

„Bók sem fólk á að lesa, hugsa um og ræða.“
Einar Falur Ingólfsson / MBL

5 out of 5 stars (5 / 5)